Donald Davidson

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: Donald Davidson
Fæddur: 6. mars 1917Springfield í Massachusetts í Bandaríkjunum)
Látinn: 30. ágúst 2003 (86 ára) (í Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Essays on Actions and Events, Inquiries into Truth and Interpretation, Subjective, Intersubjective, Objective, Problems of Rationality, Truth, Language, and History, Truth and Predication
Helstu viðfangsefni: málspeki, merkingarfræði, athafnafræði, hugspeki, þekkingarfræði
Markverðar hugmyndir: túlkun frá rótum, löglaus einhyggja, sannkjarakenning um merkingu, ástæður sem orsakir
Áhrifavaldar: W.V.O. Quine, Alfred Tarski, G.E.M. Anscombe, H.P. Grice, F.P. Ramsey, Ludwig Wittgenstein, Michael Dummett, Immanuel Kant, Bertrand Russell, Platon, Aristóteles
Hafði áhrif á: Richard Rorty, Robert Brandom, Gareth Evans, John McDowell, Ernest Lepore

Donald Davidson (6. mars 191730. ágúst 2003) var bandarískur heimspekingur og „Willis S. and Marion Slusser“ prófessor í heimspeki við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rit hans hafa verið gríðarlega áhrifamikil í nær öllum greinum heimspekinnar frá 7. áratug 20. aldar en einkum í hugspeki og málspeki. Þrátt fyrir að skrif hans séu flest í formi stuttra ritgerða og byggi ekki öll á einni tiltekinni kenningu þykja þau eigi að síður bera merki um ákveðna einingu — sömu aðferðunum og hugmyndunum er beitt á fjölmörg vandamál sem eru að því er virðist ótengd. Davidson fléttar einnig saman áhrifum frá mörgum öðrum heimspekingum, m.a. (en ekki eingöngu) Aristótelesi, Immanuel Kant, Ludwig Wittgenstein, F.P. Ramsey, W.V.O. Quine og G.E.M. Anscombe.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search