Enska

Enska
English
Málsvæði Ástralía, Írland, Kanada, Nýja Sjáland, Stóra-Bretland, Bandaríkin og mörg fleiri
Heimshluti aðallega Vestur-Evrópa, Norður-Ameríka og Eyjaálfa
Fjöldi málhafa sem móðurmál: meira en 400 milljónir

sem annað mál: talið allt frá 350 milljónum til yfir 1 milljarð

Sæti 4
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Enska

Skrifletur Enska stafrófið
Opinber staða
Stýrt af engum, en Oxford English Dictionary hefur mikil áhrif
Tungumálakóðar
ISO 639-1 en
ISO 639-2 eng
SIL ENG
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Enska (English; framburður) er vesturgermanskt tungumál sem á rætur að rekja til fornlágþýsku og annarra náskyldra tungumála Engla og Saxa, sem námu fyrstir Germana land á Bretlandseyjum, en málið hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ýmsum öðrum málum, þá sér í lagi latínu, fornnorrænu, grísku, og keltneskum málum sem fyrir voru á eyjunum.

Enska er töluð víða í heiminum, og er opinbert mál á Englandi, Írlandi, Skotlandi, Wales, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Bandaríkjunum, Kanada og fjölmörgum öðrum löndum.

Þróunarsögu ensku er skipt í þrjú tímabil. Elst er fornenska (Old English), sem er einnig kölluð engilsaxneska eftir hinum germönsku Englum og Söxum sem réðu ríkjum á Englandi frá 5. öld og fram á víkingaöld. Miðenska (Middle English) var töluð eftir komu víkinga og fram að þeim tíma þegar prentsmiðjur urðu algengar. Eftir tilkomu prentsmiðjanna hefur verið talað það mál sem við þekkjum nú (nútímaenska).


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search