Fearless

Fearless
Kápan á stöðluðu útgáfunni í Norður-Ameríku
Breiðskífa eftir
Gefin út11. nóvember 2008 (2008-11-11)
Tekin upp2008
Hljóðver
  • Blackbird
  • Fool on the Hill
  • Quad
  • Sound Cottage
  • Sound Emporium
  • Starstruck (Nashville)
  • Sound Kitchen (Franklin)
StefnaKántrí popp
Lengd53:41
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
  • Nathan Chapman
  • Taylor Swift
Tímaröð – Taylor Swift
Beautiful Eyes
(2008)
Fearless
(2008)
Speak Now
(2010)
Smáskífur af Fearless
  1. „Love Story“
    Gefin út: 15. september 2008
  2. „White Horse“
    Gefin út: 8. desember 2008
  3. „You Belong with Me“
    Gefin út: 20. apríl 2009
  4. „Fifteen“
    Gefin út: 31. ágúst 2009
  5. „Fearless“
    Gefin út: 4. janúar 2010

Fearless er önnur breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 11. nóvember 2008 af Big Machine Records í Bandaríkjunum og Kanada, og 9. mars 2009 alþjóðlega. Platan var að mestu samin af Swift meðan hún var að auglýsa sjálftitluðu plötuna sína á árunum 2007–2008. Hún sat einnig í upptökustjórn í fyrsta sinn ásamt framleiðandanum Nathan Chapman.

Fearless er kántrí popp plata sem á má finna hefðbundin hljóðfæri sem heyrast í kántrítónlist, líkt og banjó, fiðlur, mandólín, og kassagítara. Hún er innblásin af tilfinningum Swift sem unglingur sem heyrist í textum laganna sem fjalla um rómantík, hugarangur, og vonir.

Eftir útgáfu Fearless hóf Swift tónleikaferðalagið Fearless Tour sem byrjaði í apríl 2009 og stóð yfir fram í júlí 2010. Af plötunni voru gefnar út fimm smáskífur, þar með talið „Love Story“ og „You Belong with Me“ sem nutu mikilla vinsælda á kántrí og popp útvarpsstöðvum. Í Bandaríkjunum dvaldi Fearless 11 vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem demantsplata af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún komst í topp 5 á listum í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi, og hefur selst í 12 milljón eintökum á heimsvísu.

Fearless vann í flokknum plata ársins (Album of the Year) á Country Music Association-verðlaununum og Academy of Country Music-verðlaununum árið 2009, og hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins (Album of the Year) og besta kántrí platan (Best Country Album) árið 2010. Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift árið 2019, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, Fearless (Taylor's Version), þann 9. apríl 2021.[1]

  1. Helga Margrét Höskuldsdóttir (13. apríl 2021). „Taylor Swift verður loks rétthafi tónlistar sinnar“. RÚV.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search