Hinrik 1. Englandskonungur

Hinrik 1.

Hinrik 1. (um 1068/10691. desember 1135) var konungur Englands frá 1100 til dauðadags og jafnframt hertogi af Normandí frá 1106.

Hinrik var fjórði og yngsti sonur Vilhjálms bastarðs og Matthildar af Flæmingjalandi. Hann var ágætlega menntaður og var fyrsti Normannakonungurinn sem talaði reiprennandi ensku. Einn sona Vilhjálms 1. dó á undan honum en Vilhjálmur skipti arfi milli hinna þriggja þannig að Róbert fékk hertogadæmið Normandí, Vilhjálmur rauður fékk England en Hinrik fékk fimm þúsund pund silfurs.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search