R.E.M.

Michael Stipe (1999).
Peter Buck (2008).
Mike Mills (2008).
Bill Berry.

R.E.M. var bandarísk rokkhljómsveit sem starfaði í yfir þrjá áratugi; frá 1980 til 2011. Sveitin var stofnuð í Athens í Georgíufylki af söngvaranum Michael Stipe, gítarleikaranum Peter Buck, bassaleikaranum Mike Mills og trommaranum Bill Berry. Tónlist þeirra hefur verið talin til jaðarrokks.

Árið 1983 gáfu þeir út sína fyrstu plötu, Murmur, og hlutu hljómgrunn með tíðum tónleikum og spilunum í menntaskólaútvarpi (college radio). Sveitin átti smáskífusmell árið 1987 með laginu The One I Love. En með plötunum Out of Time (1991) og Automatic for the People (1992) náði sveitin miklum vinsældum. Berry yfirgaf hljómsveitina árið 1997 og R.E.M. hélt áfram sem tríó. Hljómsveitin ákvað að leggja upp laupana árið 2011 í sátt. [1]

R.E.M. studdi ýmis mannréttinda og umhverfismál á ferli sínum.

  1. REM - Biography Allmusic, skoðað 24. maí 2016.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search