Semikomma

Semikomma eða semíkomma ( ; ) er greinarmerki sem er einkum notað til að tengja saman tvær nátengdar setningar.[1] Semikomma er þó alla jafna notuð í staðinn fyrir punkt á milli tveggja setninga þar sem seinni setningin táknar afleiðingu eða andstæðu þeirra fyrstu.

Semikomma getur einnig verið notuð í upptalningu til að greina sams konar hluti frá öðru.[2]

  1. Ingibjörg Axelsdóttir; Þórunn Blöndal (2000). Handbók um ritun og frágang. Iðunn. bls. 63. ISBN 9979-1-0389-2.
  2. „Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. maí 2023.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search