Steingervingur

Þrír ammonítar, 1,5 sm breiðir.

Steingervingar eru leifar dýra, jurta eða annarra lífvera frá fortíð. Þeir verða til þegar lífrænar leifar falla í mjúkan leir, gjarnan í vatni, sem síðar verður að setbergi. Steingervingafræði er rannsókn steingervinga og myndun þeirra. Steingervingar myndast yfirleitt ekki á skemmri tíma en 10.000 árum og því eru yngstu steingervingarnir frá nútíma. Þeir elstu eru hins vegar alveg frá upphafsöld (fyrir milljörðum ára síðan). Mörg lífsform hafa fundist sem steingervingar, plöntur, dýr og jafnvel örverur.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search