Baltimore

Innri höfnin í Baltimore.

Baltimore er stærsta borg Marylandríkis í Bandaríkjunum. Hún liggur miðsvæðis í fylkinu, milli Patapsco árinnar og Chesapeake flóans. Borgarhlutinn er oftast kallaður Baltimore-borg sem greinir hana frá aðliggjandi Baltimore-sýslu.

Íbúar borgarinnar sjálfrar voru árið 2010 620.961 en á Baltimore-Washington stórborgarsvæðinu svonefnda eru taldar búa rúmar átta milljónir manna. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og hefur verið það síðan á 19. öld þegar næstflestir innflytjendur til Bandaríkjanna komu um hana. Þá var hún einnig næststærsta borg landsins.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search