Djassrapp

Djassrapp er ákveðin tegund rapp-stefnunar sem er undir áhrifum djass tónlistar. Tónlistarstefnan á rætur sínar að tekja til seinni hluta 9. áratugarins og til upphafs 10. áratugarins. Textarnir höfða aðallega til pólitískra viðhorfa og bjartsýni samfélagsins. Tónlistin í djassrappi er aðalega fólgin í reglulegum töktum úr rapptónlist en bætt er við hljóðum úr djass tónlist, til dæmis trompet hljómur, tvöföld bassalína og svo framvegis. Þessir hljómar eru aðalega hljómar úr gömlum og oftast vel þekktu djasslögum. Ungir djass rapparar leituðu í marga klukkutíma af gömlum djassplötum í plötubúðum sem þeir gætu notað til þess að búa til hinn fullkomna taktfasta djass takt. Rímurnar í textunum eru eins og í hefðbundnu rappi og er flæðið mjög svipað. Það sem einkennir textana í djassrappi eru eins og áður sagði pólitísk viðhorf og bjartsýni en einnig er mikið um samtöl rappara hvorn við annan þar sem léttur húmor er meðal annars notaður.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search