Askur Yggdrasils

Askur Yggdrasils.
Örlaganornirnar undir aski Yggdrasils.

Askur Yggdrasils er tré sem í norrænni goðafræði stendur upp í gegnum heiminn allan. Hver hlutur hans nær í hvern hluta heimsins. Brunnarnir þrír, sem rætur asks Yggdrasils liggja ofan í, eru Urðarbrunnur í Ásgarði, Mímisbrunnur í Jötunheimum og Hvergelmir í Niflheimum en þar nagar Níðhöggur ask Yggdrasils. Í Ásgarði var askurinn vökvaður af skapanornunum Urði, Verðandi og Skuld sem ausa yfir tréð, einu sinni á dag, vatni sem á að halda trénu frá því að fúna eða visna. Í greinum asks Yggdrasils er að finna margar skepnur, meðal annars örn, íkornann Ratatosk, hirti Dáinn, Dvalinn, Duneyrr og Duraþrór, hana og fleiri.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search