Friedrich Nietzsche

Vestræn heimspeki
Heimspeki 19. aldar
Friedrich Nietzsche
Nafn: Friedrich Wilhelm Nietzsche
Fæddur: 15. október 1844
Látinn: 25. ágúst 1900 (55 ára)
Skóli/hefð: Meginlandsheimspeki, undanfari tilvistarspekinnar
Helstu ritverk: Mannlegt, allt of mannlegt, Svo mælti Zaraþústra, Handan góðs og ills, Um sifjafræði siðferðisins
Helstu viðfangsefni: siðfræði, sifjafræði siðferðisins, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði
Markverðar hugmyndir: þrælasiðferði, ofurmennið, eilíf endurkoma hins sama, viljinn til valds, tómhyggja, apollónísk-díonýsísk tvíhyggja
Áhrifavaldar: Herakleitos, Sókrates, Platon, Michel de Montaigne, Johann Wolfgang von Goethe, Arthur Schopenhauer, Jacob Burckhardt, Richard Wagner
Hafði áhrif á: Rainer Maria Rilke, Muhammad Iqbal, Sigmund Freud, Carl Jung, Theodor Adorno, Martin Heidegger, Georges Bataille, Albert Camus, Jean-Paul Sartre, George Santayana, Martin Buber, Ayn Rand, Karl Jaspers, Michel Foucault, Jacues Derrida, Gilles Deleuze, Franz Kafka, Judith Butler, Oswald Spengler

Friedrich Wilhelm Nietzsche (15. október 184425. ágúst 1900) var þýskur fornfræðingur, textafræðingur og heimspekingur. Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Ritverk Nietzsches einkennast af kraftmiklum stíl, skarpskyggni og hárfínni nálgun við viðfangsefnið. Nietzsche var ekki gefinn mikill gaumur meðan hann lifði en á síðari hluta 20. aldar hefur hann hlotið viðurkenningu sem mikilvægur hugsuður í nútímaheimspeki. Á 20. öld hafði hann mikil áhrif á tilvistarspeki, fyrirbærafræði, póststrúktúralisma og póstmódernísk viðhorf. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches. Stíll hans og róttæk gagnrýni á viðtekin gildi og hugmyndina um hlutlægan sannleika valda erfiðleikum í túlkun verka hans.

Sumar af meginkenningum hans eru að harmleikur sé játun lífsins, hugmyndin um eilífa endurkomu hins sama, höfnun á platonisma, kristni, jafnaðarhugsjónum 19. aldarinnar.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search