Frigg

Frigg er einnig íslenskt kvenmannsnafn
Frigg með þjónustumeyjum sínum.

Frigg Fjörgynsdóttir er höfuðgyðja í norrænni goðafræði, eiginkona Óðins og móðir Baldurs og Hermóðs hins hvata. Nafn hennar merkir ást eða hin elskaða. Frigg veit öll örlög og hún er verndari hjúskapar, fjölskyldu og heimilis.

Einkennisgripir hennar eru lyklar, mistilteinn, valshamur og rokkur sem hún notar til að spinna skýin. Frigg býr að Fensölum í Ásgarði. Þar hefur hún ellefu þjónustumeyjar: Fullu, Hlín, Gná, Lofn, Sjöfn, Syn, Gefjun, Snotru, Eiri, Vár og Vör.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search