ISBN (skammstöfun fyrir enska heitið „International Standard Book Number“) er alþjóðlegur staðall til að einkenna bækur og er ætlað allri almennri bókaútgáfu. ISBN kerfið var upphaflega skapað í Bretlandi af bókabúðakeðjunni W H Smith árið 1966 og var þá kallað „Standard Book Numbering“ eða SBN. Það var tekið upp sem alþjóðastaðallinn ISO 2108 árið 1970. Svipað einkenniskerfi, ISSN („International Standard Serial Number“), er notað fyrir tímarit.
© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search