Indland

Lýðveldið Indland
भारत गणराज्य
Bhārat Ganarājya
Fáni Indlands Skjaldarmerki Indlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Satyameva Jayate (sanskrít)
Sannleikurinn einn sigrar
Þjóðsöngur:
Jana Gana Mana
Staðsetning Indlands
Höfuðborg Nýja-Delí
Opinbert tungumál Hindí, enska og 21 annað tungumál
Stjórnarfar Lýðveldi, sambandsríki

Forseti Droupadi Murmu
Forsætisráðherra Narendra Modi
Sjálfstæði
 • frá Bretlandi 26. janúar 1950 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
7. sæti
3.287.469 km²
9,6%
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
2. sæti
1.352.642.380
368/km²
VLF (KMJ) áætl. 2013
 • Samtals 4.962 millj. dala (3. sæti)
 • Á mann 3.991 dalir (133. sæti)
VÞL (2012) 0.554 (136. sæti)
Gjaldmiðill Indversk rúpía
Tímabelti IST (UTC +5:30)
Þjóðarlén .in
Landsnúmer +91

Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar búa yfir 1,3 milljarðar manna (júní 2018) eða um 17,5% jarðarbúa. Landið markast af Indlandshafi í suðri, Arabíuhafi í suðvestri og Bengalflóa í suðaustri. Á síðustu 20 árum hefur Indland vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og áhrif á svæðinu. Indland er langfjölmennasta lýðræðisríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi. Það hefur yfir að ráða kjarnorkuvopnum og einum stærsta herafla heimsins. Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð. Þar eru töluð um 200 tungumál.

Landið er í Suður-Asíu með 7000 km langa strandlengju við Indlandshaf. Indland á landamæri að Pakistan í vestri, Kína, Nepal og Bútan í norðaustri, Mjanmar og Bangladess í austri. Srí Lanka, Maldíveyjar og Indónesía eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. Andaman- og Níkóbareyjar tilheyra Indlandi.

Á Indlandi voru mörg af elstu siðmenningarsamfélögum heims og landið hefur getið af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum okkar samtíma: hindúatrú, búddatrú, jainisma og síkisma. Landið var hluti af Breska heimsveldinu frá 19. öld til 1947 þegar það hlaut sjálfstæði.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search