Kjarnorkuvopn

Hiroshima í Japan, eftir að sprengju var varpað þar

Kjarnorkuvopn eru tegund vopna sem nota orku sem myndast við kjarnahvarf en ekki efnaverkun eins og hefðbundnar sprengjur. Þau búa yfir gríðarlegum eyðingarmætti, jafnvel minnstu kjarnorkuvopn eru margfalt kraftmeiri en hefðbundnar sprengjur og þau stærstu geta þurrkað út heilar borgir. Kjarnorkusprengjan var þróuð í Manhattan verkefninu á árum seinni heimsstyrjaldar. Einungis tvisvar hefur kjarnorkusprengja verið notuð í hernaðarlegum tilgangi (þ.e., utan við sprengingar í tilraunaskyni), en það voru Bandaríkin í lok seinni heimstyrjaldar sem stóðu að því, og eyddu þeir japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki.

Þau lönd sem fullvíst er að eiga kjarnorkuvopn eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Alþýðulýðveldið Kína, Indland og Pakistan. Auk þess er almennt talið að Ísrael eigi kjarnorkuvopn og að Norður-Kórea og Íran stefni að því. Suður-Afríka var með kjarnorkuvopnaáætlun í gangi á 8. áratugnum en hefur síðan hætt slíku.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search