London

London
Lundúnir
Efst: Sjóndeildarhringur Lundúnaborgar; Miðja: Westminster-höll; Neðst til vinstri: Tower-brúin; Neðst til hægri: Lundúnaturn.
Efst: Sjóndeildarhringur Lundúnaborgar; Miðja: Westminster-höll; Neðst til vinstri: Tower-brúin; Neðst til hægri: Lundúnaturn.
Viðurnefni: 
The Great Smoke, The Global Village, LDN
London er staðsett í Bretlandi
London
London
Staðsetning í Bretlandi
Hnit: 51°30′26″N 0°7′39″V / 51.50722°N 0.12750°V / 51.50722; -0.12750
Ríki Bretland
Land England
SýslaStór-Lundúnasvæðið
Stofnun50 e.Kr. sem Londinium
UndirskiptingarLundúnaborg og 32 borgarhlutar
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriSadiq Khan (L)
Flatarmál
 • Heild1.572,03 km2
 • Þéttbýli
1.737,9 km2
 • Stórborgarsvæði
8.382 km2
 • Lundúnaborg2,89 km2
Hæð yfir sjávarmáli11 m
Mannfjöldi
 (2021)
 • Heild8.799.800[1]
 • Þéttleiki5.598/km2
 • Þéttbýli9.787.426
 • Stórborgarsvæði14.800.000
 • Lundúnaborg
8.600[1]
TímabeltiUTC+00:00 (GMT)
 • SumartímiUTC+01:00 (BST)
Vefsíðalondon.gov.uk Breyta á Wikidata

London (eða Lundúnir á íslensku) er höfuðborg Englands og Bretlands. London er þriðja fjölmennasta borg Evrópu á eftir Moskvu og Istanbúl. Í London búa um 8,8 milljónir (2021). Allt að 14,8 milljónir manna búa á stórborgarsvæði London (2023) sem er það fjölmennasta í Vestur-Evrópu. Borgin stendur við endann á 80 km löngum árósum á bökkum árinnar Thames í suðausturhluta Englands á Stóra-Bretlandi. Þar hefur verið byggð í meira en tvö þúsund ár. Lundúnaborg er heiti á hinni fornu miðborg London þar sem nú er miðja fjármálahverfisins. Lundúnaborg var stofnuð af Rómverjum í kringum árið 50 og fékk nafnið Londinium. Ríkisstjórn og þing Bretlands (og áður Englands) hefur um aldir verið í Westminster, vestan við Lundúnaborg. Frá 19. öld hefur heitið „London“ vísað til stórborgarsvæðisins sem óx í kringum þessa tvo borgarkjarna og skiptist sögulega milli fimm sýslna: Middlesex, Essex, Surrey, Kent og Hertfordshire.

London er heimsborg í þeim skilningi að hún er ein af helstu viðskipta-, stjórnmála- og menningarborgum heimsins og hefur verið um árabil.[5][6][7] Borgin hefur mjög mikil áhrif á heimsvísu og er þekkt fyrir fjármálastarfsemi, næturlíf, tísku og listir, menntun, heilsugæslu, vísindi, tækni, samgöngur, fjölmiðlun og ferðaþjónustu.[8][9] London er ein af stærstu fjármálamiðstöðvum heims og öflugasta efnahagslega miðstöð Evrópu.[10] Í London er hlutfallslega mestur fjöldi menntastofnana á háskólastigi[11] og þar eru nokkrir af hæst metnu skólum heims, eins og Imperial College London og University College London.[12][13][14][15] London er sú borg í Evrópu sem flestir ferðast um og hefur fjölsóttasta safn flugvalla í heimi.[16] Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar er elsta neðanjarðarlestakerfi heims.[17]

Í London er sannkallað fjölmenningarsamfélag: yfir 300 mismunandi tungumál eru töluð þar.[18][19] Rétt innan við 10 milljónir búa innan marka Stór-Lundúnasvæðisins sem gerir borgina þá þriðju stærstu í Evrópu miðað við íbúa innan borgarmarka.[20] Í borginni búa 13,4% íbúa Bretlands og 16% íbúa Englands.[21] Samkvæmt Eurostat var London með stærsta stórborgarsvæði (samanlögð samfelld byggð og atvinnusóknarsvæði) Evrópusambandsins fyrir útgöngu Breta árið 2019.[22]

Fjórir staðir í London eru á heimsminjaskrá UNESCO: Lundúnaturn, söguleg byggð í Greenwich, Konunglegi grasagarðurinn og svæðið umhverfis Westminsterhöll, Westminster Abbey og kirkja heilagrar Margrétar. Konunglega stjörnuathugunarstöðin í Greenwich er sá staður sem núllbaugur jarðar miðast við og staðaltími Greenwich.[23] Í borginni eru margir frægir ferðamannastaðir eins og Buckingham-höll, London Eye, Piccadilly Circus, Dómkirkja heilags Páls, Tower-brúin og Trafalgar-torg. Í London eru mörg söfn, gallerí, bókasöfn og menningarmiðstöðvar eins og Þjóðminjasafn Bretlands, Listasafn Bretlands, Náttúrugripasafnið í London, Tate Modern, Þjóðbókasafn Bretlands og fjölmörg leikhús í West End.[24] Stórir íþróttaviðburðir sem fara reglulega fram í London eru meðal annars úrslitaleikur enska bikarsins, Wimbledon-mótið í tennis og Lundúnamaraþonið. Árið 2012 varð London fyrsta borgin sem hélt sumarólympíuleikana í þriðja sinn.[25]

  1. 1,0 1,1 „Population and household estimates, England and Wales: Census 2021“. ons.gov.uk. Office for National Statistics. Sótt 15. október 2022.
  2. „London weather map“. The Met Office. Afrit af uppruna á 3. ágúst 2018. Sótt 26. ágúst 2018.
  3. „2011 Census – Built-up areas“. ONS. Sótt 15. október 2022.
  4. „Major agglomerations of the world“. CityPopulation.de. Sótt 20. apríl 2023.
  5. „Global Power City Index 2020“. Institute for Urban Strategies – The Mori Memorial Foundation. Sótt 25. mars 2021.
  6. Adewunmi, Bim (10. mars 2013). „London: The Everything Capital of the World“. The Guardian. London.
  7. „What's The Capital of the World?“. More Intelligent Life. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. september 2013. Sótt 4. júlí 2013.
  8. „Leading 200 science cities“. Nature. Sótt 10. júní 2022.
  9. „The World's Most Influential Cities 2014“. Forbes. 14. ágúst 2014. Sótt 25. mars 2021.; Dearden, Lizzie (8. október 2014). „London is 'the most desirable city in the world to work in', study finds“. The Independent. London. Sótt 25. mars 2021.
  10. „London is Europe's leading economic powerhouse, says new report“. London.gov.uk. Sótt 5. janúar 2024.
  11. „Number of international students in London continues to grow“ (Press release). Greater London Authority. 20. ágúst 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2010.
  12. „Times Higher Education World University Rankings“. 19. september 2018.
  13. „Top Universities: Imperial College London“.
  14. „Top Universities: LSE“. Sótt 21. september 2019.
  15. „QS World University Rankings 2022“. Top Universities (enska). Sótt 19. september 2022.
  16. „Revealed: The most crowded skies on the planet“. The Telegraph. Sótt 2. desember 2023. „London: Our capital's collective airport system is the busiest in the whole world. A total of 170,980,680 passengers.“
  17. „London Underground“. Transport for London (bresk enska). Sótt 6. maí 2022.
  18. „Languages spoken in the UK population“. National Centre for Language. 16. júní 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2008.
  19. „CILT, the National Centre for Languages“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. febrúar 2005. Sótt 16. ágúst 2007.
  20. „Largest EU City. Over 7 million residents in 2001“. Office for National Statistics. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. janúar 2009. Sótt 28. júní 2008.
  21. „Focus on London – Population and Migration | London DataStore“. Greater London Authority. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2010. Sótt 10. febrúar 2012.
  22. „Metropolitan Area Populations“. Eurostat. 18. júní 2019. Sótt 4. desember 2019.
  23. „Lists: United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland – Properties inscribed on the World Heritage List“. UNESCO World Heritage Centre. Sótt 26. nóvember 2008.
  24. Blackman, Bob (25. janúar 2008). „West End Must Innovate to Renovate, Says Report“. What's on Stage. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2011. Sótt 15. nóvember 2010.
  25. „IOC elects London as the Host City of the Games of the XXX Olympiad in 2012“ (Press release). International Olympic Committee. 6. júlí 2005. Afrit af uppruna á 17. október 2011. Sótt 3. júní 2006.


Tilvísunar villa: <ref> tag er til fyrir hóp tilvísana undir nafninu "lower-alpha". Ekkert sambærilegt <references group="lower-alpha"/> tag fannst.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search