Platon

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Platon
Nafn: Platon
Fæddur: 427 f.Kr.
Látinn: 347 f.Kr.
Skóli/hefð: Platonismi
Helstu ritverk: Málsvörn Sókratesar; Evþýfrón; Prótagóras; Gorgías; Menon; Fædon; Ríkið; Fædros; Samdrykkjan; Kratýlos; Parmenídes; Þeætetos; Fræðarinn; Stjórnspekingurinn; Tímajos; Fílebos; Lögin
Helstu viðfangsefni: frumspeki, þekkingarfræði, siðfræði, stjórnspeki, réttlæti, menntun, bókmenntir
Markverðar hugmyndir: hluthyggja, frummyndakenningin, tvíhyggja um líkama og sál, ódauðleiki sálarinnar, upprifjunarkenningin, þekking sem sönn rökstudd skoðun, refsing sem lækning sálarinnar, þrískipting sálarinnar, eining dygðanna, platonsk ást, heimspekikóngurinn
Áhrifavaldar: Sókrates, Parmenídes, Herakleitos, Kratýlos, Pýþagóras, Fílólás, Empedókles, Anaxagóras, Megöruheimspekin, sófistar, Prótagóras, Pródíkos, Hippías, Gorgías, Hómer, Hesíódos, Aristófanes
Hafði áhrif á: Spevsippos, Xenókrates, Evdoxos, Aristóteles, akademíska efahyggju, Arkesilás, Karneades, stóuspeki, Panætíos, Póseidóníos, Cicero, Plútarkos, Plótínos, Porfyríos, Jamblikkos, Próklos, Anselm, Ficino, Hobbes, Descartes, Leibniz, Schopenhauer, Mill, Nietzsche, Russell, Heidegger, Gadamer, kristni, nær alla vestræna heimspeki og vísindi

Platon (einnig ritað Platón eða Plató (úr latínu Plato); forngríska: Πλάτων, Plátōn) (um 427 f.Kr.347 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og einn áhrifamesti hugsuður sögunnar.[1] Hann var nemandi Sókratesar og kennari Aristótelesar, rithöfundur og stofnandi Akademíunnar í Aþenu. Í löndum þar sem töluð er arabíska, tyrkneska, írönsk mál, eða úrdú er hann nefndur Eflatun, sem þýðir uppspretta vatns og, í yfirfærðri merkingu, þekkingar.

  1. Geir Þ. Þórarinsson, „Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?“[óvirkur tengill], Vísindavefurinn 8.6.2006. (Skoðað 7.8.2007).

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search