Qingdao

Frá Qingdao borg (réttsælis efst til vinstri): Skýjakljúfar Qingdao borgar; Dómkirkja heilags Mikaels; búddahof við rætur Laofjalls; Minnismerki á „Fjórða maí torginu“; og Qingdao höfn. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Qingdao um 10,1 milljónir manna.
Staðsetning Qingdao borgar í Kína.
Landakort er sýnir staðsetningu Qingdaoborgar.

Qingdao (einnig stafsett Tsingtao; (kínverska: 青岛; rómönskun: Qīngdǎo) er stór hafnarborg í Alþýðulýðveldinu Kína, staðsett í austurhluta Shandong standhéraðs í Austur- Kína við Gulahaf til móts við Kóreuskaga. Á kínversku er þýðir nafn borgarinnar bókstaflega „bláeyja“. Flestar íslenskar heimildir á 20. öld nefna borgina Tsingtao.[1]

Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Qingdao 6.165.279 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 10.071.722.

Qingdao er mikil höfn og flotastöð, auk viðskipta- og fjármálamiðstöðvar. Það er heimili rafeindatæknifyrirtækja eins og Haier og Hisense. Jiaozhou-flóabrúin, tengir aðalþéttbýli Qingdao við Huangdao-hverfið, þvert á hafsvæði Jiaozhou-flóa. Sögulegur arkitektúr þess í þýskum stíl og Tsingtao brugghúsið, næststærsta brugghúsið í Kína eru arfur þýska hernáms (1898-1914).

  1. Alþýðublaðið (6. desember 1958). „Kínversk nöfn breyta um svip“. Alþýðublaðið. Sótt 18. júlí 2022.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search